tvær vikur í skotlandi og Heideggerískt ástand


ferðamátinn hér í borg ögn betri fyrir umhverfið en gamli góði fjölskyldubíllinn:)

Elín Ey á Íslensku kvöldi á bókmenntahátíð borgarinnar, frábær tónlistarkona!
 Nú höfum við verið hér í tvær vikur og komin ansi langt í þessu skrifstofustússi öllu saman. Mér tókst að rennbleyta tölvuna mína...og var að fá tölvuna aftur eftir rúma viku í herkví...ég er enn svo stressuð að ég þori varla í sturtu eða koma nálægt vatnsbrúsum! Þvílíkt áfall og þvílíkt sem maður treystir á þessi fyrirbæri:)
Angistin var líka mjög mikil hjá okkur foreldrunum þegar skólastjórinn í Craiglockhart vildi ekki staðfesta 100% að Karólína fengi pláss fyrr en daginn fyrir skólasetningu...Við vorum gjörsamlega að fara yfir um og sátum um skólann síðustu daganna og Arnar gaf skólastjóranum lúkkið! Lúkkið sem já er einhvers staðar á milli eldingu Þórs og Auga Óðins...það er svakalegt. Og blessaður skólastjórinn skalf á beinunum minnugur meðferðar okkar víkingana á Skotunum fyrr á öldum. Þannig að sjálfsögðu komst Karólína inn og þær saman í þennan skóla sem er víst mjög góður að sögn nágrannans og J.K Rowling var með barnið sitt þarna áður en hún varð rosalega þekkt og rík. Ps. Joan K. Rowling er Björkin þeirra og þeir tala um lítið annað hérna. En við getum státað af því að búa í hverfinu þar sem Harry Potter var skapaður! En hverfið gæti varla verið meira næs, það er park rétt fyrir utan sem lítur út fyrir að vera klipptur út úr votta jehóva bæklingi (vantar bara að börnin séu að leika við góðglatt ljón) Fyrir aftan parkinn (Harrison park) er Union canal og meðfram þessum kanal er göngu/hjólreiðastígurinn okkar niður í bæ, þar eru endurnar áreiðanlega votta jehóvar líka og svanapar til að toppa þetta og já árabátaleiga...(hljómar eins og dísætt te) Á einu horni er melabúð og svo auðvitað breskara en allt sem breskt er lítið kaffihús sem heitir Blueberry hill...hvað annað.
Og nú eru stúlkurnar byrjaðar á námi sínu erlendis á undan heimilisföðurnum í mínískrifstofufötum sínum og bara nokkuð brattar með þetta:)

Ummæli

Vinsælar færslur