fimmtudagur, 6. september 2012

Scottish weather...(sagt með ímynduðum skoskum hreim)

Veðrið, já uppáhalds umræðuefnið mitt er mér til mikillrar ánægju jafn umhugsunarvert hér í Skotlandi og heima á Íslandi...sem dæmi má nefna að ég er búin að tala um veðrið við nánast alla þá skosku foreldra sem ég hef rætt við. Ein konan virðist hafa jafn ástríðufullan áhuga og ég og kemur sérstaklega til að ræða það við mig nánast daglega þegar við erum að sækja unganna.
En hvað gerir það svona spennandi? Jú þessi síbreytileiki sem við könnumst nú heldur betur við. Veðrið hér hefur reyndar leikið við okkur allan ágúst og töluðu foreldrarnir um það að það væri búið  að vera nokkuð sérstakt. Þegar ég var farin að hafa áhyggjur af því að vera sísveitt með pírð augun vegna mikillrar sólar, birtist gamallkunnur vinur: vindurinn! Þar sem hann er enn nokkuð hlýr get ég ekki beinlínis kallað hann rok. Mikið höfðum við verið vöruð við rigningunni en hún ekki látið sjá sig þar til loks um daginn rétt í þann mund sem við sóttum börnin kom demba, þvílík demba að ég hef sjaldan séð annað eins, þrumur, eldingar, haglél og hvort ef ekki brennisteinn líka...sum sé þetta margumtalaða skoska fárviðri. Ég fór að skilja hvers vegna Skotar framleiða stígvél í lange baner og plön voru gerð um að versla mér slík. Nú þegar vindurinn er aðeins farinn að kólna er ég farin að hafa áhyggjur af því hvernig ég eigi eftir að höndla þetta skoska hitasystem...á fróni hafði ég vanið mig á að skrúfa ofnanna á fullt um leið og fyrsta laufið féll (ef ekki fyrr) og hafa glugga alltaf opna...kannski ekki málið hér!

0 ummæli: