sinn er siður...
Jú hér kemur ýmislegt spánskt/skosk fyrir sjónir...vorum boðin í Tea einn daginn eftir skóla og fengum indæliskvöldverð. Þar komust við líka að því að fólk er ekkert mikið að kyssa bless, hvað þá karlmaður kyssi annan á báðar kinnar (sem væri argasta ókurteisi að gera ekki í Frakklandi) en gerir breta frekar vandræðalega.
Umferðin er auðvitað fáránleg, þeir eru öfugu meginn í bílunum og á götunni, sem þýðir að maður horfir alltaf ósjálfrátt í öfuga átt og oft hefur legið við slysi á okkur fjórum. Þeir eru mjög lítið með sebrabrautir, notast við umferðavörð við skólann...(dvergvaxin kona sem talar viðstöðulaust og ég skil ekki orð af því sem hún segir) og mér finnst fólk keyra frekar hratt. Hins vegar er hjólað á götunni á hjólreiðaakreinum og bílstjórar bara frekar tillitsamir við hjólreiðafólk (ný reynsla!!).
Te er drukkið með mjólk og maður er viðundur ef maður gerir það ekki og þeir eru endalaust að tala um þetta blessaða Tea...hvort sem þeir eru að tala um eftirmiðdagste, kvöldverð, kvöldte...ég bara átta mig ekki á því. Maður þakkar strætóbílstjóranum, ég man aldrei hvort ég eigi að gera það fyrir ferð eða eftir svo ég geri bæði. Svo er það kurteisin...hvað er þetta með Íslendinga en þeir eru fullkomnir barbarar í samanburði við Skota. Hér er endalaust verið að þakka manni fyrir, biðjast afsökunar og segja please. Hvað varðar sundlaugamenningu eða kyndingu húsa eru Skotar hins vegar nokkrum ljóshundruðum ára á eftir okkur heima... en það verður víst ekki á allt kosið.
Umferðin er auðvitað fáránleg, þeir eru öfugu meginn í bílunum og á götunni, sem þýðir að maður horfir alltaf ósjálfrátt í öfuga átt og oft hefur legið við slysi á okkur fjórum. Þeir eru mjög lítið með sebrabrautir, notast við umferðavörð við skólann...(dvergvaxin kona sem talar viðstöðulaust og ég skil ekki orð af því sem hún segir) og mér finnst fólk keyra frekar hratt. Hins vegar er hjólað á götunni á hjólreiðaakreinum og bílstjórar bara frekar tillitsamir við hjólreiðafólk (ný reynsla!!).
Te er drukkið með mjólk og maður er viðundur ef maður gerir það ekki og þeir eru endalaust að tala um þetta blessaða Tea...hvort sem þeir eru að tala um eftirmiðdagste, kvöldverð, kvöldte...ég bara átta mig ekki á því. Maður þakkar strætóbílstjóranum, ég man aldrei hvort ég eigi að gera það fyrir ferð eða eftir svo ég geri bæði. Svo er það kurteisin...hvað er þetta með Íslendinga en þeir eru fullkomnir barbarar í samanburði við Skota. Hér er endalaust verið að þakka manni fyrir, biðjast afsökunar og segja please. Hvað varðar sundlaugamenningu eða kyndingu húsa eru Skotar hins vegar nokkrum ljóshundruðum ára á eftir okkur heima... en það verður víst ekki á allt kosið.
Ummæli