lítið sandkorn

Góðu fréttirnar eru þær að við fundum hleðslusnúruna fyrir myndavélina í dag en við héldum að hún hefði misfarist í landflutningunum miklu. ég var reyndar í þann veginn að fara panta svoleiðis einhvers staðar á netinu...en já sem betur fer kom ekki til þess. Ég er nú nokkuð ánægð að hafa ekki týnt neinu stórkostlegu í þessum flutningum...Já það verður að segjast.
Aðrar góðar fréttir fyrir veisluglaða eins og mig: Halloween og þessi hátíð virðist vera jafn mikilvæg og jólin hér í landi, það er skreytt, það er bakað, það er farið í sparibúninginn, það er sérstök förðun...það er hátíð í borg! Heyrið og haldiði ekki að indverjinn á horninu sé að selja flugelda!!!
Halló(vín) ég er að græða auka jól hérna!
 Annars er þetta mótmælablogg ég er í augnabliks ergelsi við Sykurberg fésbókar...þoli aðallega ekki að vera háð þessu kapítalíska samskiptaeiturlyfi... þetta voru vondu fréttirnar.
áfram góðar fréttir þá er að spá í að hlaða eitthvað af myndunum á flickr er samt mikið að brjóta heilan um stasi/persónunjósnir/þetta með börnin á alnetinu hræðir mig. Pabbi sagði stundum að við yrðum afar óáhugaverð kynslóð fyrir fornleifafræðinga...það væri hreinlega of mikið efni til að fara í gegnum...
Halloween er tekið alvarlega hér í borg

Himinninn oft flottur fyrir utan Harrison

tvöfaldur regnbogi úr skorsteini

Firth of Forth séð frá Kastalanum
Karó sagði í kvöld "this is my sister, the lucky girl"...mér fannst það fyndið, þær pikka upp margar setningar á dag, stundum virðast þær skilja þær alveg stundum ekki!

Ummæli

Vinsælar færslur