tímarugl

Það á að breyta klukkunni í nótt...eða ég held það! Ég er hreinlega ekki að ná þessu...man aldrei hvort það er verið að færa hana aftur eða fram, ég veit þetta hefur eitthvað með sólarljós að gera...ekki eru menn að rugla í manni að gamni sínu, sei sei nei! Eina hugsunin sem kemst að hjá mér er fæ ég að sofa lengur?! Jú svefn er eitt mest áhugamál mitt og mér dettur ekki í hug að skammast mín fyrir það.
Ég er líka mikið að spá hvar þessi klukkutími er tekinn og hvernig hann er settur aftur þegar vorar. Þegar ég vakna á morgun eða réttara sagt þegar stelpurnar tölta á fætur heimta morgunmat og sjónvarp...eða réttara sagt þegar Arnar og stelpurnar eru búin að vera vakandi heillengi og ég dröslast á lappir(svo ég sé nú ekki að fegra neitt) þá verður klukkan einum tíma fyrr en hún ætti að vera...
sem þýðir að ég verð með betri samvisku þrátt fyrir að hafa sofið jafn lengi!? er það ekki?
Ég er auðvitað strax farin að kvíða því þegar þetta gengur tilbaka því þá þarf ég að vakna fyrr til að vakna á sama tíma, eða hvað? ó þetta er svo ruglandi fyrir svona fólk eins og mig sem kann varla á klukku...

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hefi gaman af því að lesa skrif þín. Bara svona að láta vita af því. Ólafur Guðsteinn.
Móa sagði…
Takk :)

Vinsælar færslur