miðvikudagur, 7. nóvember 2012

óákveðið veður

Ég er enn að með klukkuna á heilanum... er alltaf að reyna telja mér trú um að ég sé búin að græða þennan blessaða klukkutíma.(ég veit, obsessing). En að öðru merkilegra...þá finnst mér enn bara frekar milt veður hérna. Ég er mikið að spá eða kvíða þessum ægilega kulda sem var að búið að segja mér frá, gef hlýjum ullarpeysum pervertískt auga, skammta hitanum heima...alveg mishörð í þeim efnum samt. En samt er eins og veðrið geti ekki ákveðið sig. Í gær þóttist ég sjá að það væri skítkalt úti, vindurinn gnauðaði um arinn og glugga en svo þegar ég kom út fann ég að vindurinn var hlýr! Hlýr vindur er nánast ómöguleg hugsun fyrir íslendinginn mig, ég og tvær ömmur ræddum þetta í löngu máli á meðan við biðum eftir börnunum.
Svo ræddum við um jólamatinn, ég sagði þeim að við myndum alveg örugglega ekki svelta með allan íslenska matinn sem við hefðum fengið frá mömmum okkar Arnars. Þær fengu áfall þegar þær fréttu að við ætluðum að leggja okkur Rúdolf til munns...og sögðu mér að segja ekki börnunum frá því.
"i'm hungry, mum" sagði barnið mitt þegar það kom úr skólanum, um helgina byrjaði hún að setja saman hljóð og lesa orð á minnismerkjum um látna hermenn við kastalann. Litla fimm ára skottið sum sé farin að lesa og ég nýbúin að lýsa yfir áhyggjum við kennarann um að hún væri ekki farin að lesa sem róaði mig strax og sagði að það væri nú eðlilegt þegar hún væri líka að læra nýtt tungumál...en þá bara gerist það allt í einu! Ég held nú að amma í Skjólinu verði glöð að fá þær fréttir.

0 ummæli: