miðvikudagur, 19. desember 2012

3. bréfið um Snorrabrautina og blaðagrein


Kæra fólk.

Ég sendi ykkur hér með grein sem fjallar um áhyggjur mínar af Snorrabrautinni. Ég veit að tillaga mín á Betri Reykjavík um lífvænlega Snorrabraut er nú þegar til umfjöllunar og þess vegna spyr ég: Hvenær má eiga von á því að gangandi vegfarendur og hjólandi geti með góðu móti ferðast um téða götu?

Sumum ykkar hef ég sent bréf tvö undanfarin ár þess efnis og alltaf hef ég fengið þau svör að breytingarnar væru til umfjöllunar eða á þriggja ára plani. Nú er þetta þriðja árið sem ég skrifa ykkur um þetta ástand. Er dagsetning komin á þessar breytingar og enn fremur hvernig kemur bygging á nýju Háskólasjúkrahúsi niður á skipulagi Snorrabrautar og umferð um nærliggjandi hverfi eins og Norðurmýri og Skólavörðuholt? Einnig vil ég minna á að börn frá Austurbæjarskóla og nærliggjandi leikskólum ganga sum hver á hverjum degi yfir þessa hættulegu götu:0 ummæli: