listalistar
nú fer að koma tími lista...já allt er sett í lista, besta bókin, besta platan, besta e-h ársins.
ég er með smá lista yfir hvað ég fíla geðveikt hérna í Skotlandi (er að herma eftir Hauki nokkrum Magnússyni nema hvað hann á heima í Ameríku)...En ég ætla ekki að fara að tala um ameríku neitt of vel svo að forfeður mínir fari nú ekki í einhverjar snúningsæfingar.
1. Skoskur hreimur er skemmtilegur (nema þegar hann er óskiljanlegur...þá er hann bara óskiljanlegur)
2. Skotar eru fyndnir og með bikasvartan húmor en þeir eru líka kurteisir og vinalegir (ekkert sérlega kurteisir bílstjórar við gangandi vegfarendur...en það er líkast til internationalt...fólk breytist í asna undir stýri)
3. Teatime, það er eitthvað mjög huggulegt við að fólk taki sér smá pásu fái sér tebolla, ræði saman...hlýja, hlé frá amstrinu. Ég er algerlega búin að taka þessa siðu upp á arma mína.
4. BBC ER ÆÐI og BBC 4 GAELIC er ennþá meira æði!
5. helgarblöðin, guardian, sunday times...eins og að liggja í menningarlegu bleyti.
6. Panta mat frá súpermarkaðinum og fá hann borinn heim að ísskáp...þetta sparar fáránlega mikinn tíma og erfiði fyrir litlu familíuna.
7. Ég segi eins og Haukur, panta dótarí og fá það heim án nokkurra samskipta við blessaðan tollinn...
8. Tómatar, mandarínur, hvítlaukur, salatið, sveppirnir, vínberin, jarðaberin og svo margt fleira sem er svo mikið mikið ferskara og bragðbetra en heima á fróni...Hvað er það?
9. skólabúningar...ok soldið skrítið að klæða börnin sín upp í miniwallstreetföt...en vá hvað þetta sparar mikið hassle á morgnana, tískudrottningin fer ekki í fýlu vegna þess hún fær ekki að fara stuttgallabuxurnar (sem hún nb. klippti sjálf og eyðilagði þar með fínar polarnogpyret buxur), skottan fer heldur ekki í fýlu vegna þess hún fær ekki að vera í sömu sokkabuxunum og síðermabolnum (grútskítugum) alla daga.
9 a) Svo er nú greinilega haldið á spöðunum hér í skólakerfinu, maður finnur að það er mikill stuðningur við nemendurna í bekknum og námið virkar bæði krefjandi og skemmtilegt fyrir þessi litlu skott!
Ísold er t.d. að læra frönsku, með tvo kennara sem hjálpa henni aukreitis við ensku og lestur, og búin að læra heljarmikið um Egyptaland og hýróglífur... Karó er með tvo kennara í bekknum og tvo kennara aukreitis! Búin að læra að lesa og farin að tjá sig reiprennandi á ensku.
10. Curry, þ.e. indverskir matsölustaðir...er algerlega forfallin nú eftir stutta dvöl hér.
11. Menningin út um allt, kastalinn, arkítektúrinn, andinn svo hjálpar að vera hrifin af köflóttu...
12. þorpsfílíngurinn í hverfinu, kanallinn, búðin á horninu, blueberryhill með sísyngjandi Valtý,
13. Jólaundirbúningur...byrjar strax eftir halloween, margir hverjir í hverfinu komnir með jólatré...hér er ansi jólalegt! Svona Love actually fílingur.
14. Trén eru falleg
Gallar:
Sundlaugar...stór mínus þar!
hitaveitan...(já við erum blessuð á Íslandi...hugsiði um það þegar þið opnið gluggana með hitann á fullu)
Stærsti gallinn að mati dætranna hlýtur að vera vöntun á ömmum á staðnum. Litla skottan var ansi aum í dag og lítil eins og stundum vill verða eftir erfiðan mánudag...þá skildi hún ekkert í því að amma Rós eða amma Bryndís gætu ekki bara komið núna í heimsókn, knúsað hana og gert það sem aðeins ömmur geta gert.
æjá skæp er fínasta fínt en kemur ekkert í staðinn fyrir the physical thing...
(höfundur áskilur sér rétt til að endurskoða þennan lista ef svo ber undir)
ég er með smá lista yfir hvað ég fíla geðveikt hérna í Skotlandi (er að herma eftir Hauki nokkrum Magnússyni nema hvað hann á heima í Ameríku)...En ég ætla ekki að fara að tala um ameríku neitt of vel svo að forfeður mínir fari nú ekki í einhverjar snúningsæfingar.
1. Skoskur hreimur er skemmtilegur (nema þegar hann er óskiljanlegur...þá er hann bara óskiljanlegur)
2. Skotar eru fyndnir og með bikasvartan húmor en þeir eru líka kurteisir og vinalegir (ekkert sérlega kurteisir bílstjórar við gangandi vegfarendur...en það er líkast til internationalt...fólk breytist í asna undir stýri)
3. Teatime, það er eitthvað mjög huggulegt við að fólk taki sér smá pásu fái sér tebolla, ræði saman...hlýja, hlé frá amstrinu. Ég er algerlega búin að taka þessa siðu upp á arma mína.
4. BBC ER ÆÐI og BBC 4 GAELIC er ennþá meira æði!
5. helgarblöðin, guardian, sunday times...eins og að liggja í menningarlegu bleyti.
6. Panta mat frá súpermarkaðinum og fá hann borinn heim að ísskáp...þetta sparar fáránlega mikinn tíma og erfiði fyrir litlu familíuna.
7. Ég segi eins og Haukur, panta dótarí og fá það heim án nokkurra samskipta við blessaðan tollinn...
8. Tómatar, mandarínur, hvítlaukur, salatið, sveppirnir, vínberin, jarðaberin og svo margt fleira sem er svo mikið mikið ferskara og bragðbetra en heima á fróni...Hvað er það?
9. skólabúningar...ok soldið skrítið að klæða börnin sín upp í miniwallstreetföt...en vá hvað þetta sparar mikið hassle á morgnana, tískudrottningin fer ekki í fýlu vegna þess hún fær ekki að fara stuttgallabuxurnar (sem hún nb. klippti sjálf og eyðilagði þar með fínar polarnogpyret buxur), skottan fer heldur ekki í fýlu vegna þess hún fær ekki að vera í sömu sokkabuxunum og síðermabolnum (grútskítugum) alla daga.
9 a) Svo er nú greinilega haldið á spöðunum hér í skólakerfinu, maður finnur að það er mikill stuðningur við nemendurna í bekknum og námið virkar bæði krefjandi og skemmtilegt fyrir þessi litlu skott!
Ísold er t.d. að læra frönsku, með tvo kennara sem hjálpa henni aukreitis við ensku og lestur, og búin að læra heljarmikið um Egyptaland og hýróglífur... Karó er með tvo kennara í bekknum og tvo kennara aukreitis! Búin að læra að lesa og farin að tjá sig reiprennandi á ensku.
10. Curry, þ.e. indverskir matsölustaðir...er algerlega forfallin nú eftir stutta dvöl hér.
11. Menningin út um allt, kastalinn, arkítektúrinn, andinn svo hjálpar að vera hrifin af köflóttu...
12. þorpsfílíngurinn í hverfinu, kanallinn, búðin á horninu, blueberryhill með sísyngjandi Valtý,
13. Jólaundirbúningur...byrjar strax eftir halloween, margir hverjir í hverfinu komnir með jólatré...hér er ansi jólalegt! Svona Love actually fílingur.
14. Trén eru falleg
Gallar:
Sundlaugar...stór mínus þar!
hitaveitan...(já við erum blessuð á Íslandi...hugsiði um það þegar þið opnið gluggana með hitann á fullu)
Stærsti gallinn að mati dætranna hlýtur að vera vöntun á ömmum á staðnum. Litla skottan var ansi aum í dag og lítil eins og stundum vill verða eftir erfiðan mánudag...þá skildi hún ekkert í því að amma Rós eða amma Bryndís gætu ekki bara komið núna í heimsókn, knúsað hana og gert það sem aðeins ömmur geta gert.
æjá skæp er fínasta fínt en kemur ekkert í staðinn fyrir the physical thing...
(höfundur áskilur sér rétt til að endurskoða þennan lista ef svo ber undir)
Ummæli