Bara ef tortillaflagan hefði verið hjartalaga já eða mjúk!
þetta er ekki umrædda tortillaflaga...myndin er stolin! |
Nú nema hvað þarna sátum við vísitölufjölskyldan, stúlkurnar með súkkulaðiköku, Arnar með kaffi og köku og ég með chili con carne...sem væri ekki frásögur færandi nema hvað að þar sem við hjónin töluðum og töluðum þá skyndilega hætti ég og Arnar starir óþreyjufullur á mig. Hann vill nefnilega fá fulla athygli og við erum að sjálfsögðu að ræða gríðarlega mikilvæg og gáfuleg mál. Nema hvað í mér stóð tortillaflaga, þarna í miðjum hálsinum, ég gat hvorki kyngt henni né hóstað henni upp...Skyndilega fannst mér vera líða yfir mig, ég sá ekki líf mitt fyrir hugskotsjónum en svona nálægt því. Og í þann mund sem Arnar var að gefast upp á því að reyna muna hvað hann ætlaði að segja og stelpurnar voru að hávaðarífast yfir svarta litnum....á þessu sekúndubroti hélt ég að mitt síðasta yrði á þessu sólríka, sögufræga kaffihúsi með útsýni yfir kastalann og með tortillaflögu í hálsinum. En eftir þónokkra vatnssopa og cappúcínó sopa fann ég hana þröngva sér niður greinilega gjörsamlega ótuggin. Tortillaflögur eru notabene þríhyrndar og þetta var ógeðslega vont, kaldur sviti rann niður ennið mitt...
Þannig á þessum valentínusardegi er ég þakklát fyrir lífið og ég ætla að reyna muna að tyggja betur matinn minn þrátt fyrir að þurfa að tala svona óskaplega mikið.
ÉG ELSKA YKKUR örfáu hræður sem ratið hingað inn, Já líka þig þarna sem komst óvart og ég þekki ekki rassgat í bala!
Ummæli
Þökkum fyrir lífið;-)
knús