glaðværasta og jákvæðasta blogg allra tíma!


ég get svo svarið það, janúar er að klárast og það eftir fáeinar mínútur...ég sem hélt að þessi mánuður ætlaði að vera fullkomlega endalaus. Síðasta vika meira að segja endalausari en þær á undan. Þá er febrúar á næsta leiti og það er ekkert nema jákvætt. Pipiogpupu elskar febrúar, elskar fólk sem á afmæli í febrúar, elskar það hvað febrúar er stuttur, að í honum byrji fiskamerkið og að í sumum heimshlutum telst hann til vormánuða. Ég á erfitt með að ímynda mér að vorið byrji í febrúar hér í Skotlandi en hvað um það hann færir okkur nær mars og þá hlýtur nú einhver blómknappi að fara gefa sig.  Nú svo er Valentínusardagurinn...besti dagur í alheimi og Skotar strax farnir að selja hjartalaga súkkulaði...það verður ekki af þeim skafið blessuðum Skotunum þeir kunna að halda upp á hátíðir...
Ég þjáist sum sé af skammdegisþunglyndi og þó skammdegið sé ekki jafn ferlegt og heima á Íslandinu fagra þá hefur það látið á sér kræla og svo sakna ég Íslands pínkuponsu aðallega vesturbæjarlaugar. Þó hefur söknuðurinn verið á hröðu undanhaldi eftir að umræður á facebook fóru að snúast um kaffibollan marglita, eurovision og hverfisráðsfund í grafarvogi. Vill ég þakka sjálfstæðismönnum í grafarvogi sérstaklega fyrir þeirra framlag til þess að gera fjöllin grárri þarna norður í hafi.
Að lokum vil ég mælast til þess að sumarið komi sem fyrst...

Ummæli

Vinsælar færslur