HJÓLINU STOLIÐ

Missing those Girls!
pipiogpupu er misjafnlega hamingjusamt þessa daganna, veraldlegir hlutir eru að trufla hana.
í FYRSTa lagi þá var HJÓLINU stolið. Hjólinu með ákveðnu greini, því þetta var hjólið! Já þið vitið! sem ég var búin að játast og ætlaði að hjóla með í gegnum súrt og sætt ...Nei, einhver óprúttinn illa innrættur eða ákaflega örvæntingarfull mannvera varð að gera þennan draum minn að engu. Ég er að berjast við að líta jákvætt á þetta, reyna sjá lengra en að líða eins og ég hafi hent aðeins of miklum peningum út um gluggann...peningar eru peningar og þeir eru ekkert merkilegir, þeir gera konur ekkert endilega hamingjusamar og allt það. En já ég sakna hjólhestsins míns, litur hans minnti á skoskan næturhiminn...Já það er hræðilegt að vera svona snobbaður, þetta kennir manni það. En hvað um það ég hef engu að síður mikla andúð á hjólaþjófum, mér finnst þeir fyrilitlegir.
Hitt sem er að trufla mig að venjuleg tilhlökkun fyrir afmæli er að víkja fyrir undarlegum tilfinningum því já það eru undarlegir hlutir að gerast með mig. Það er eins og mín afskaplega eðlilega öldrun sé að ganga til baka! Já í fyrsta lagi finn ég ekki gráa hárið sem ég fann (eftir mikla leit) í fyrra. Nú svo er ég að steypast í unglingaBÓLUM...vá hvað það er hvimleiður andskoti. Þar fyrir utan þá nenni ég ekki að horfa á kvikmyndir, það eina sem ég horfi á eru unglingaþættir um krakka í menntaskóla á 8-9 áratugnum (Freaks and Geeks) sem eru að gera svipaðar gloríur og ég gerði jú eða þætti um ungar konur sem búa í Greenpoint í New York, Ameríku sem virðast vera á sama þroskastigi og undirrituð. Nú til að toppa þetta undarlega kraftaverk þá er ég að umgangast fertugar skoskar mæður sem er gerir ekkert annað en að auka á þessa unglingatilfinningar mínar. Og nb. ég bað ekki um þetta furðuverk, enginn sem hefur verið bólóttur 17 ára  með of stórt nef miðað við andlit og í hrikalegri tilvistarkreppu með sjálfsefann í fyrirrúmi, vill upplifa það aftur (vísindalega sannað)!
Ps. innskot frá ritstjóra, undirrituð hlustar aðeins á Bowie og J. Cocker...já ég er að verða 17 á ný!
Já og þar fyrir utan þá sakna ég þess að halda upp á afmælið mitt með ykkur kæru og elskulegu vinkonur sem eru jafnframt ötulir lesendur pipiogpupu!!!!!!

Ummæli

Vinsælar færslur