veðurþvaður
já, ég veit ég er enn og aftur að stela mynd frá einhverjum aumum listamanninum...en ég meina common þessi átti það skilið. |
Þetta er auðvitað alls ekki frásögurfærandi. En hins vegar eftir þessa mögnuðu spennu í himinhvolfinu í dag þá erum við A. búin vera örmagna í kvöld, mér líður nánar tiltekið eins og það hafi verið keyrt yfir mig af franskri hraðlest. Stelpurnar voru frekar önugar, Karó tók a.m.k tíu skyndifýlur, Ísold sem lætur stundum eins og hún sé María Callas endurfædd tók nokkur dramaköst fyrst yfir því að það væru aðeins fjórar möffinskökur í boði í 98 ára afmælisveislu ömmu í skjólinu síðan yfir því að fá ekki ís í desert. Síðan reyndar stalst hún í ís þegar hún átti að vera löngu sofnuð og ég hafði ekki orku til að fjargviðrast yfir því...
Svo vill fólk halda því fram að sjávarföll og loftþrýstingur hafi ekki nein áhrif á okkur aumu mannskepnurnar...jeremíasminn.
Ummæli