ljóð eftir pabba í tilefni af 70 ára afmælinu hans.
stjarnskipti
mannleg samskipti
líkjast helst
stífluðum pípulögnum
lögðum eftir
babýlónsku stjarnspekikerfi
og ganga aðeins upp
við túnglmyrkva
en því skyldi ég hætta mér
á svo fjarlægar hættubrautir
fyrir mér stórsvig himalajafjalla
að spá í stjörnurnar
á heiðskírri jónsmessunótt
þegar morgunsólin veltir sér upp úr dögginni
og brosið þitt leiftrar
um himinhvolfin
Geirlaugur Magnússon
Úr bókinni Tilmæli, 2005
Ummæli