pipiogpupu er tíu ára! TÍU ÁRA og eiginlega orðið úrelt!

Dóttir mín var að ráðleggja mér hvernig ég ætti að gerast youtubari. Það er fólk sem gerir alls konar vitleysu, tekur vídeó og póstar á Youtube...ég sver þau eru að græða trilljónir á þessu. Til dæmis er einn gaur sem dóttir mín fylgist með bókstaflega að spila tölvuleik og leyfa öðrum að fylgjast með, hann vinnur fyrir sér þannig núna.
Vinkona mín er nýlega búin að dusta rykið af vídeó vélinni sinni og er byrjuð að taka myndir af blómum í parkinum, hún ætlar líka að deila alls kyns spiritual hugðarefnum sínum og jafnvel einhverjum klassískum tónverkum. Hún vill meina að hún eigi eftir að græða trilljónir á þessu.
Í fyrsta tímanum lærði ég að það mikilvægasta sem ég þyrfti að læra í þessum fræðum er hvernig ætti að heilsa og kveðja...það þyrfti helst alltaf að vera eins og eitthvað svona sem gæti einkennt mína youtuberás!
Ég hef líka töluvert verið að spá í að breyta pipiogpupu annað hvort í förðunarblogg, tískublogg eða lífstílsblogg.

Ummæli

Vinsælar færslur