þriðjudagur, 28. apríl 2015

Pipiogpupu í nýjum búning.

Eins og þið vitið hefur pipiogpupu verið í tilvistarkreppu, gráa fiðringinn og hvað eina. Mér til mikillrar furðu þá er hellingur af fjölskyldum og svona fjölskyldubloggum að græða á tá og fingri. Eitt af þessum bloggum sem ég hef lesið að undanförnu hefur inspírerað mig til þess að reyna færa pipiogpupu í framtíðina og fjáröflunarvænna.

Hver vill ekki lesa um ævintýri fjölskyldunar og sjá myndir af þeim í nýjum 66 gráður norður úlpum.
Já eða á hátíðarstundum þegar fjölskyldan situr að snæðingi að borða McSween Haggis, neeps and tatties já eða þegar móðirin braut óvart Ittalaglas í bræðiskasti! 
Eins og ég segi við erum tilbúin að selja sálu okkar egypska verslunarguðinum Mammon!

Þessari nýju kynslóð pipiogpupu fagna ég með því að birta mynd af yngri dótturinni á Írskum kobba en það var einmitt þýsk vinkona okkar hér sem kom þessu til leiðar.
Karólína á Írskum kobba/Irish cob
Karó var ekkert að veigra því fyrir sér að fara á bak á þessum risavaxna en afar vinalega frænda okkar af keltneskum ættum. Í þessari sömu ferð fékk hún að gefa lambi vinkonur sinnar úr pela og strjúka. Karó var hin ánægðasta með heimsóknina en hún er mikill dýravinur.

HIPHIPHÚRRA MEÐ NÝJA PIPIOGPUPU!!!!!!!

0 ummæli: