'otrúlegt, plöturöðun að mestu búin, bunkarnir komnir af gólfinu og aðeins fínröðun eftir. Fengum hjálp frá Júlían litla bróður, hlustuðum á merkilegar plötur þar á meðal búlgarskt þungarokk og lestarhljóð. Í það heila var þetta einkar skemmtileg áskorun. 'Ymislegt kom í ljós; S er að sjálfsögðu stærsti stafurinn í katalóg, I sá minnsti; nokkrir flokkar bættust við svo sem austur evrópskt rokk, ástralskt og nýsjálenskt rokk(sem hljómar allt eins og keivarinn);en sem komið er eru 50 plötur sem fara út,það eru til nákvæmlega eins eintök í safninu.
Það er mér líka orðið ljóst að Arnar fékk vinnu handa mér í japís á sínum tíma til að undirbúa mig undir einmitt svona aðstæður.
Og ég verð að viðurkenna að ég er ansi stolt af okkur, það er svo gaman að ná settu takmarki.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Frábært! Hvað eru þetta svo margir flokkar hjá ykkur? Þið hafið ekki skráð þetta jafnóðum á gömlu tölvuna þína?

Vinsælar færslur