dótið komið í gáminn, þakka ykkur kærlega fyrir. Ég var að sjálfsögðu búinn að magna þetta upp í hundraðasta veldi í huganum en svo var þetta ósköp basic. Dót sótt í geymslu nokkra hér í bæ húrrað með það upp í kerru, keyrt niður á höfn þar sem ungur drengur raðaði því voða vel á eitt bretti. Þvílíka vandvirkni við að raða kössum hef ég líklega aldrei séð, síðan plastaði hann þetta rétt eins og um matarafganga væri að ræða og kryddaði með hjólinu mínu. Síðan var farið á skrifstofu og greitt fyrir 2.33 rúmmetra af þvottavél, sjónvarpi og alls kyns dóti. Ekki málið. Einn dagur eftir í Reykjavík.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ummæli
Þura