dótið komið í gáminn, þakka ykkur kærlega fyrir. Ég var að sjálfsögðu búinn að magna þetta upp í hundraðasta veldi í huganum en svo var þetta ósköp basic. Dót sótt í geymslu nokkra hér í bæ húrrað með það upp í kerru, keyrt niður á höfn þar sem ungur drengur raðaði því voða vel á eitt bretti. Þvílíka vandvirkni við að raða kössum hef ég líklega aldrei séð, síðan plastaði hann þetta rétt eins og um matarafganga væri að ræða og kryddaði með hjólinu mínu. Síðan var farið á skrifstofu og greitt fyrir 2.33 rúmmetra af þvottavél, sjónvarpi og alls kyns dóti. Ekki málið. Einn dagur eftir í Reykjavík.

Ummæli

AnnaKatrin sagði…
Góða ferð.
Nafnlaus sagði…
æjæjæj Leiðinlegt að missa af kveðju partýinu ykkar .. góða ferð móa mín og arnar og ísold... Njótiði Berlínar!! og vonandi fáið þið ykkur góða íbúð með gestaherbergi :)
uss, hvað þetta er einmannalegt.....
veistu hvað, ég er ekki með tölvuspóst hjá þér, svo langt síðan ég sendi síðast að ég veit ekki hvað er virkt lengur..
finnst þér ekki skondið að hann Davíð Oddsson skuli hafa tilkynnt það opinberlega að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum daginn sem þú flaugst út. og þú hvergi nærri til að njóta þess. (já, seðlabankinn)
Nafnlaus sagði…
Velkomin til Berlínar, hlakka til að lesa um borgina og líðan ykkar hér á síðunni
Þura
Móa sagði…
o my god, david oddson er buin ad reikna allt saman ut

Vinsælar færslur