Ég fæ víst ekki nóg af því að blogga þessa daganna, líklega vegna þess ég sakna margra hér í stórborginni. En hér sit ég með ambassador sódavatn í hönd við fína borðstofuborðið okkar. 'Ibúðin okkar er sem sagt farin að líta út eins og heimili með alle græjer, síðast í dag keyptum við sófaborð, ruslatunnu inn á bað og hrikalega raunsæa DDR vigt (appelsínugul). Við familían fórum út að borða á arabískan stað þar sem verðið var hlægilega lágt og cous cousinn góður. Ísold er komin á það mikið skrið að erfitt er að halda henni kjurri í langa stund, hún vill helst tína allt lauslegt af gólfum til átu og svo er hún mikið fyrir að abbast upp á aðra gesti í þeim tilgangi að sjarmera þá með augnhárunum.
Um daginn fórum við að hitta finnanna góðu á svakalega fríkuðu heimili sem þau leigja með innbúi( riddarabrynja hékk úr loftinu, í baðherberginu voru skeljar á veggjum og hægindastóll á palli fyrir ofan klósettið), eftir því sem leið á kvöldið sáum við að við eigum ótrúlega mikið sameiginlegt og fór það næstum út í öfgar.
En nú er næsta verkefni að skilja eitthvað í þessu tungumáli, keypti ég mér bækur á þýsku: Eine kleine Eisbar og Anne franks tagebuch
svo er ég með eina ljóðabók eftir Heine... en kannski ætti ég að bíða með hana.
Um daginn fórum við að hitta finnanna góðu á svakalega fríkuðu heimili sem þau leigja með innbúi( riddarabrynja hékk úr loftinu, í baðherberginu voru skeljar á veggjum og hægindastóll á palli fyrir ofan klósettið), eftir því sem leið á kvöldið sáum við að við eigum ótrúlega mikið sameiginlegt og fór það næstum út í öfgar.
En nú er næsta verkefni að skilja eitthvað í þessu tungumáli, keypti ég mér bækur á þýsku: Eine kleine Eisbar og Anne franks tagebuch
svo er ég með eina ljóðabók eftir Heine... en kannski ætti ég að bíða með hana.
Ummæli
Gaman að fylgjast með ykkur :-)
10435 Berlin
Germany
skrifa Geirlaugsdóttir skýrt því það er nafnið á póstkassanum, ég slæ sko ekki hendinni á mót við glaðninga