Rosenrot
Nýjustu fréttir, Ísold er búin að fá þrjár tennur í efri góm, áttum aðeins von á tveimur en sáum laumufarþegann í morgun ásamt hinum tveim.
Annars er dagurinn búin að fara í jólastúss, sem var ansi notalegt að vera saman loksins í þessu stússi. Við tókum tram niður í Mitte, röltum um hverfið gersamlega frostbitin, hlýjuðum okkur í alls kyns búðum, Arnar fékk sér sína heitelskuðu currywurst með smá kampavíni útá( svolítið skrýtin matarmenningin hérna). Á leiðinni heim ákváðum við að sjálfsögðu að kíkja á Jólamarkaðinn og svipast um eftir jólagjöfum. Þar sem ég stend við að kaupa krydd sé ég Arnar með Ísold í fanginu vera að spjalla við annan föður, sá var með dóttur sína á hjóli. Nei nei hvað haldiði, þá var þetta hann Óliver bassaleikarinn í RAMMSTEIN. Hann sem sagt býr í Prenzlauer en við komumst að því og fleiru því Arnar spurði hann náttúrulega spjörunum úr, Óliver tók vel í það og sagðist öruglega hitta á okkur aftur hér í hverfinu! Þetta er nú bara svei mér þá miklu kúlara en að búa í sama landi og Björk.
Ummæli