Heilagur Valentínus
í dag keypti ég afskaplega litaglaðan skúffuskáp fyrir stofuna og í gær fjárfesti ég í rósabúnti í plús, hjartalaga osti og tveimur konfektmolum handa manninum sem talaði við Mr Cave í dag. Ég hlusta ekki lengur á þjóðernishyggjuhátíðarhaldara sem vilja aðeins halda upp á eitthvað ef það var gert í den í moldarkofunum. Reyndar langar mig að ganga skrefinu lengra og fara safna hátíðisdögum úr sem flestum menningarheimum. Þessi endalausa lúterska nægjusemi "það eru ekki jól á hverjum degi" er að gera út af við mig. Ég veit að það er haldin kúluskítshátíð í Japan( heil hátíð vegna þörunga þarf betri ástæðu), svo væri hægt að halda upp á rússnesku jólin og kaupa jólagjafir á útsölunum, nú svo er kannski hægt að halda upp á nýárið með kínverjunum(og kínverjum) og gert aðeins auðveldari nýársheit. Svo væri hægt að halda ramadan með múslimum og líta á það sem heilsuátak.En það má alls ekki gleyma aðaldeginum nefnilega Heilögum Patreki;) sem er á næsta leiti.
Ps. ef þið vitið um einhverja góða hátíðisdaga, látið mig vita.
.
Ummæli