Heilagur Valentínus























í dag keypti ég afskaplega litaglaðan skúffuskáp fyrir stofuna og í gær fjárfesti ég í rósabúnti í plús, hjartalaga osti og tveimur konfektmolum handa manninum sem talaði við Mr Cave í dag. Ég hlusta ekki lengur á þjóðernishyggjuhátíðarhaldara sem vilja aðeins halda upp á eitthvað ef það var gert í den í moldarkofunum. Reyndar langar mig að ganga skrefinu lengra og fara safna hátíðisdögum úr sem flestum menningarheimum. Þessi endalausa lúterska nægjusemi "það eru ekki jól á hverjum degi" er að gera út af við mig. Ég veit að það er haldin kúluskítshátíð í Japan( heil hátíð vegna þörunga þarf betri ástæðu), svo væri hægt að halda upp á rússnesku jólin og kaupa jólagjafir á útsölunum, nú svo er kannski hægt að halda upp á nýárið með kínverjunum(og kínverjum) og gert aðeins auðveldari nýársheit. Svo væri hægt að halda ramadan með múslimum og líta á það sem heilsuátak.En það má alls ekki gleyma aðaldeginum nefnilega Heilögum Patreki;) sem er á næsta leiti.
Ps. ef þið vitið um einhverja góða hátíðisdaga, látið mig vita.
.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Svo eru sum okkar sem vilja ekki binda trúss okkar við einhverja katólska "dýrlinga"...
kvoldmatur sagði…
Konudagurinn er á föstudaginn og hann er jú mikilvægastur af þeim öllum. Bolludagur 27. febrúar, sprengidagur þar á eftir og loks öskudagur 1. mars. Það var einn af mínum uppáhaldsdögum í æsku.
Móa sagði…
Mér finnst nú mardi gras betri en sprengidagur, þá eru borðaðar pönnukökur í gríð og erg!
kvoldmatur sagði…
Konudagurinn er víst ekki fyrr en á sunnudaginn, hvenær er mardi gras?
Móa sagði…
Mardi gras er á sprengidaginn;)
Nafnlaus sagði…
mér finnst íslenski sprengidagurinn bestur.en afkverju er konudagurinn eitthvað mikilvægri en bóndadagurinn?

Vinsælar færslur