komin til fyrirheitna landsins
loksins loksins, hvers vegna ég hef ekki komið til Írlands fyrr skil ég ekki. En hér er dásamlegt að vera.Við familían ákváðum að halda smá dagbók um ferðina og mun hún vera birt á öðru bloggi. Arnar er með upphafsgreinina sem er auðvitað skrifuð af stakri snilld. Lesið og engan gúnguskap gefið okkur eitt komment við og við þið munuð ekki sjá eftir því.
Hins vegar erum við nú á leið út södd eftir írskan morgunverð því 17. mars hátíðarhöldin eru löngu byrjuð hér í Dyflinni. Jíha ég á afmæli bráðum og hér eftir mun ég alltaf halda upp á paddys vikuna og ekki bara daginn.....lovely.
Hins vegar erum við nú á leið út södd eftir írskan morgunverð því 17. mars hátíðarhöldin eru löngu byrjuð hér í Dyflinni. Jíha ég á afmæli bráðum og hér eftir mun ég alltaf halda upp á paddys vikuna og ekki bara daginn.....lovely.
Ummæli
Til hamingju með daginn elsku Móa mín! Hafðu það sem allra, allra best í dag og í allri afmælisferðinni á Írlandi:)
Tölvísi tólffætlunnar
talsverð er.
Ekkert án áætlunar
eins og lenska hér.
afi og amma
kv.
Þuríður
Fróðleikur um daginn. EIns og við pabbi þinn sögðum þér liklega; þá var Guillaume Appolinaire f. 25 ágúst, særðist í fyrri heimstyrjöldinni 17. mars 1918 og lést svo 9. nóvember sama ár tveimur dögum fyrir vopnahléið svo enginn tók eftir dauða þessa mikla skálds og hann dó einn og yfirgefinn. Annar mikill maður fæddist í 13. ágúst man ekki árið og dó gleymdur öllum 17. mars það var enginn annar en Napoléon. Mamie Rose
Pakkinn þinn leggur af stað í dag :D