erste mai

Í fyrra fór litla familían mín í hina hefðbundnu 1. mai göngu í Reykjavík en í ár forðuðumst við slíka viðburði. Okkur var nefnilega tjáð að hér væru oft óeirðir, bensínsprengjur og þjóðernissinnar nokkuð aktífir. Ekki er hægt að fara með litlar dömur á svoleiðis flakk þannig að við fórum í lautarferð í Volkspark Friedrichshain með finnunum. Í Volksparkinum var mikið af fólki sumir á línuskautum, sumir í strandbolta og enn aðrir í fótbolta. Reyndar tókst mér að sýna berlínska mannasiði(þ.e. enga) við strákapjakka sem voru alltaf að sparka í okkur bolta(er ekki mjög stolt af sjálfri mér).
Annað er það að frétta að ég er farin að lesa á ný... Anna Katrín var svo góð að lána mér Draumalandið eftir Andra Snæ. Hins vegar er ég alls ekki að fíla þessa bók, þennan predíkunartón og finnst hún ekkert sérstaklega vel skrifuð. Er líklega að mála mig út í horn miðað við þau viðbrögð sem bókin hefur annars fengið. But well, þessar michael moore bókmenntir eru bara ekkert fyrir mig, þegar orð eins og "hagvöxtur" er búið að koma upp oftar en tvisvar á sömu blaðsíðu þá nenni ég ekki að lesa, hvað þá "vísitala". Mér gæti ekki verið meira sama þó ég viti ekki hvað er að tegra hamingjuna, sérstaklega ef ég skyldi finna hana. Svo þarf ekkert að segja mér að þessi blessaða virkjun andskotans séu mistök frá helvíti(finnst ágætt að þessar skoðanir hans sannfæri einhverja). Jæja þetta á nú ekki að vera neinn reiðilestur yfir þeim annars mjög svo viðkunnanlega Andra Snæ en ég fíla bara fantasíuna hans betur. Þetta hefði ég þurft að ræða við pabba en þó við værum furðanlega oft mjög sammála var það ekki gefið, sakna hans.

Ummæli

er einmitt að fresta því að þurfa að lesa þessa bók, hann á það til að missa sig soldið í predíkunum og pc, líka pínlegt að enginn leggur í gagnrýni, fólk líklega óttaslegið að vera stimplað heimskt ef það hefur eitthvað út á þetta að setja
Nafnlaus sagði…
sammála.

það er eiginlega orðið un-pc að vera pc. Pc er plága a.m.k. að mínu mati. Enginn þorir að segja neitt, af hræðslu við að vera álitið fordómafullt eða illa lesið, og fólk kemst þarafleiðandi upp með allt

Ég ætla að taka upp aftur regluna sem ég setti mér í Menntaskóla: að blaðra von út viti, endalaust, án þess að endilega vita allt um hlutina. Það reyndist vel, var a.m.k. skemmtilegt
Nafnlaus sagði…
það var ég sem sagði ofangreint
Nafnlaus sagði…
það er ótrúlega heimskt að vera fordómafullur finnst mér. Ég held að ég lesi nú bara bókina fyrst áður en ég segi hvað mér finnst um hana.
það eru ekki fordómar að segja hvað manni finnst höfundur hafa haft tilhneigingu til áður og að þess vegna hlakki maður ekki til að lesa næstu bók hans.... og að í kringum hann hafi undanfarin ár ríkt áberandi helgislepja.... hvorki heimskt né fordómar
Móa sagði…
úlala, Já henni hefur verið oflofað bókinni finnst mér næstum talað um hana eins og nýja trúarritningu. En mér finnst stundum þeir sem reyna að vera of mikið pc verða fordómafullir í hina áttina, sem er einmitt það sem mér finnst Andri gera sig sekan um. Meikar þetta einhvern sense?
Nafnlaus sagði…
Blaha og fleiri. Lesið bókina og dæmið hana síðan. Annars er ekki mark á ykkur takandi.
ertu að setja okkur fyrir?

Vinsælar færslur