Þjóðverjar gera sér glaðan dag.
Já já það er erfitt að láta fótboltann fara framhjá sér akkurat núna. En í kvöld finnst mér hann bara allt í lagi fyrirbæri. Strákarnir fóru út að horfa á leik og ég fæ vistarverurnar fyrir mig, ótrúlegt en satt þá er ég bara mjög skemmtilegt kompaní. Inn um galopna gluggana berst skvaldur, barnaskrækir,grillilmur og svona áhagendahróp. Ég er að spá í smá spa og tedrykkju. Megi þeir bestu vinna.
Ummæli
Er að fara á árshátíð PVF.
Hilsen
Edda