100% árangur og fyrsta kúlan
Ísold fór í læknisskoðun í dag og fékk toppeinkunn, orðin 78.5 cm og 11.6 kg og á eðlilegu róli bara. Ég beið reyndar eftir því að læknir og hjúkrunarkona myndu lýsa dömunni sem fullkomnasta barni í heimi en sjálfhverfa er víst eitt einkenni foreldra, hum. Jæja síðan áttum við nokkuð eðlilegan dag; heimsóttum ömmu á sólvöllum; fengum okkur miðdegislúr; og fórum á 10 dropa( greinilega orðinn fastur punktur í tilverunni). Þar hittum við hússtýrurnar og fegurðardísirnar Tinnu og Þuru með Heklu Sólveigu(þjónað af fjórða megabeibinu henni Þorgerði). Á leiðinni að bílnum okkar í kerrunni fór Ísold að reyna standa upp og við eina slíka tilraun steypist hún fram á við og með ennið beint á gangstéttina og í kollhnís. Barnið grét hástöfum og ég skalf, kom henni heim í snatri þar sem amma Rós beið með silfurskeið. Kúlan er fremur stór og blá á enninu en stúlkan fór fljótt að syngja og blaðra eins og hún á vanda til...verð að viðurkenna þó að ég er enn í sjokki og því að úthella hjarta mínu hér. Jamm þetta var tilfinningaskylda dagsins í dag ég lofa mjög hæðnum og þjóðfélagsgagnrýnum færslum í nánustu framtíð, ekki gefast upp.
Ummæli
Takk fyrir síðast! Var gaman að sjá ykkur í Reykjavík. Hafðu það gott!
xox Maja Stina