100% árangur og fyrsta kúlan

Ísold fór í læknisskoðun í dag og fékk toppeinkunn, orðin 78.5 cm og 11.6 kg og á eðlilegu róli bara. Ég beið reyndar eftir því að læknir og hjúkrunarkona myndu lýsa dömunni sem fullkomnasta barni í heimi en sjálfhverfa er víst eitt einkenni foreldra, hum. Jæja síðan áttum við nokkuð eðlilegan dag; heimsóttum ömmu á sólvöllum; fengum okkur miðdegislúr; og fórum á 10 dropa( greinilega orðinn fastur punktur í tilverunni). Þar hittum við hússtýrurnar og fegurðardísirnar Tinnu og Þuru með Heklu Sólveigu(þjónað af fjórða megabeibinu henni Þorgerði). Á leiðinni að bílnum okkar í kerrunni fór Ísold að reyna standa upp og við eina slíka tilraun steypist hún fram á við og með ennið beint á gangstéttina og í kollhnís. Barnið grét hástöfum og ég skalf, kom henni heim í snatri þar sem amma Rós beið með silfurskeið. Kúlan er fremur stór og blá á enninu en stúlkan fór fljótt að syngja og blaðra eins og hún á vanda til...verð að viðurkenna þó að ég er enn í sjokki og því að úthella hjarta mínu hér. Jamm þetta var tilfinningaskylda dagsins í dag ég lofa mjög hæðnum og þjóðfélagsgagnrýnum færslum í nánustu framtíð, ekki gefast upp.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Bíð spenntur eftir þjóðfélagsrýnninni
Nafnlaus sagði…
Blessuð börnin fá stundum kúlur. Það er ekkert við því að gera. Svo fer hún bráðum að væla um súkkulaðikúlur. Ja ... það er ekki að spyrja að þessum greyjum
Nafnlaus sagði…
Hvaða læknir var þetta?
Nafnlaus sagði…
Á ekkert að blogga um Hamborgarabúlluna? Langt síðan við fórum þangað, ha!
Nafnlaus sagði…
Ég veit ... það er gaman að heyra um börnin. En samfélagið og rýni á það skiptir líka máli. Og að samfélagið sé líka barnvænt. Það hefur reynt soldið á okkur hjónin, eftir að við fórum af stað með vídeóleiguna þarna í Grænlandi
Maja sagði…
Hæ frænka,

Takk fyrir síðast! Var gaman að sjá ykkur í Reykjavík. Hafðu það gott!

xox Maja Stina

Vinsælar færslur