jólabarn


fæddist fimm dögum fyrir jól klukkan níu mínútur yfir fjögur, hún vó fimmtán merkur og mældist fimmtíu og einn sentimeter að lengd. Hún er hreint dásamleg og fékk nafnið Karólína. Stóra systirin Ísold kom og sótti okkur upp á deild og var voða góð við litla barnið eins og hún kallaði hana. Núna kallar hún hana "kalílíní" og er að venjast þessari viðbót í fjölskylduna. Ísold mín er hins vegar með eyrnarbólgu og er búin að vera með háan hita og pirruð undafarna viku samt naut hún nú ágætlega aðfangadagsins og var voðalega glöð með þessa pakkamergð.
Annars óska ég vinum og vandamönnum gleðilegra jóla, þakka þrautseigum jólakortasendurum fyrir kannski ég standi mig betur að ári í þeim bransa.
Ps ef einhver finnur heima hjá sér jólakort stílað á mig sem hefði átt að fara í umslag með hundrað krónu frímerki 22. nóv síðastliðinn þá endilega láttu vita. Hið dularfyllsta mál!! það eru líka komnar fáeinar myndir á myndasíðuna.

Ummæli

Edilonian sagði…
Jeminn eini hvað hún er æðisleg. Svona líka obboslega falleg eins og
systir sín:o)
Enn og aftur, innilega til hamingju elskurnar mínar.
kossar og knús
Edda og co:o)
Nafnlaus sagði…
til hamingju með stúlkuna.... gangi henni og ykkur allt í haginn og lifið heil. jóla og áramótakveðjur
Hrefna sagði…
Til hamingju með litlu Karólínu, hún er alveg svakalega sæt eins og stóra systir.
Tinna Kirsuber sagði…
Mikið er hún fögur
Valdís sagði…
Til lukku með jólastelpuna! Það er nú einhver systrasvipur þarna sýnist mér... þið kunnið svo sannarlega að búa til falleg börn:)
Maja sagði…
Gorgeous! Til hamingju :)
xox

Vinsælar færslur