haustverkin+sumarprof-menning
ówell, hef ekki verið neitt sérlega dugleg á þessum vettvangi en þar sem ég á að vera að læra akkurat núna þá...
Heimilið barnlaust en ekkert sérlega laust við að þurfa smá tiltekt, langar alltaf að laga til á verstu tímum. Helgin fór í smá haustverk, við Ísold tíndum rifsber úti í garði á meðan Arnar og Krílína( nýja nicknamið þar sem hún K. hefur staðið í stað á kúrfunni og aðeins þyngst um 300gr á þremur mánuðum)horfðu á og skriðu út um alla lóð. Á laugardagsmorgni var svo farið snemma á fætur, og ég fór í að búa til sultur á meðan feðginin þrjú voru sett fyrir framan sjónvarp. Fyrir klukkan ellefu hafði ég svo búið til slatta af rifsberjahlaupi og líka Norðurmýrarsultu(mín eigin uppfinning í bland við stuld á franskri uppskrift!). Með hana var brunað út í mosfellssveit í sultukeppnina og þannig sluppum við algjörlega við að gera nokkuð menningarlegt á menningarnóttina! Tada.... Úrslit voru kynnt kl 15 og ég fékk ekki verðlaun, sem hefði ekki verið neitt svekkjandi ef ég hefði ekki verið með 6 efstu. Næst ætla ég að vinna það er alveg ljóst. Keyptum svo ferskt grænmeti á markaðnum sem við gæddum okkur á um kvöldið.
Uppskrift að Norðurmýrarsultu:
Rifsber soðin með einni ferskju í pott og síðan ferskja, stönglar og ber sigtuð frá safanum.
í öðrum potti hindber og mynta soðin saman
Síðan er þessu blandað saman og sykrinum bætt útí.
Hlutföll eru alltaf 1/1 af sykri og berjum sem þýðir eitt kíló af berjum á móti einu kílói af sykri.
Í þetta skiptið reyndi ég að hafa sykurmagnið í minna lagi og slumpaði bara.
Sultan er ljúffeng verð ég bara að segja.
Heimilið barnlaust en ekkert sérlega laust við að þurfa smá tiltekt, langar alltaf að laga til á verstu tímum. Helgin fór í smá haustverk, við Ísold tíndum rifsber úti í garði á meðan Arnar og Krílína( nýja nicknamið þar sem hún K. hefur staðið í stað á kúrfunni og aðeins þyngst um 300gr á þremur mánuðum)horfðu á og skriðu út um alla lóð. Á laugardagsmorgni var svo farið snemma á fætur, og ég fór í að búa til sultur á meðan feðginin þrjú voru sett fyrir framan sjónvarp. Fyrir klukkan ellefu hafði ég svo búið til slatta af rifsberjahlaupi og líka Norðurmýrarsultu(mín eigin uppfinning í bland við stuld á franskri uppskrift!). Með hana var brunað út í mosfellssveit í sultukeppnina og þannig sluppum við algjörlega við að gera nokkuð menningarlegt á menningarnóttina! Tada.... Úrslit voru kynnt kl 15 og ég fékk ekki verðlaun, sem hefði ekki verið neitt svekkjandi ef ég hefði ekki verið með 6 efstu. Næst ætla ég að vinna það er alveg ljóst. Keyptum svo ferskt grænmeti á markaðnum sem við gæddum okkur á um kvöldið.
Uppskrift að Norðurmýrarsultu:
Rifsber soðin með einni ferskju í pott og síðan ferskja, stönglar og ber sigtuð frá safanum.
í öðrum potti hindber og mynta soðin saman
Síðan er þessu blandað saman og sykrinum bætt útí.
Hlutföll eru alltaf 1/1 af sykri og berjum sem þýðir eitt kíló af berjum á móti einu kílói af sykri.
Í þetta skiptið reyndi ég að hafa sykurmagnið í minna lagi og slumpaði bara.
Sultan er ljúffeng verð ég bara að segja.
Ummæli
En neineinei allt fullt af þýskurum ennþá:-o