af systrum

Sóttum Karólínu í aðlögun, 5. dagur. Henni gengur stórvel virðist vera hörkutól en er voða glöð að sjá okkur aftur. Samskipti þeirra systra eru alltaf að verða meiri. Um daginn kallaði ég að maturinn væri til; systurnar voru þá í barnaherberginu og Arnar að leggja á borðið. Ísold segir við litlu systur sína að koma nú og setjast við matarborðið en tekur svo ráðin í sínar hendur þegar hún áttar sig á að hún er ekkert að hlýða. Næsta sem ég sé er Ísold haldandi á Karólínu á hausnum, Arnar hljóp til og náði henni án þess að nokkuð gerðist. Úff
Í gær var fullskipuð dagskrá eins og venjulega, við Kalíní versluðum í matinn síðan fór ég að sækja ísold og fara með hana í franska bókasafnið. Arnar og Kalíní sáu um að ganga frá matnum á meðan og undirbúa kvöldmat. Arnar hringir síðan í mig þá hafði hann fundið glerbrot í munni litlunar!!! Það sem getur gerst stundum er rosalegt, þá hafði ein barnamatskrukka brotnað í matarpokanum og hún komist í þetta. Þetta bjargaðist, Arnar náði því og athugaði vel, hins vegar eru taugarnar þandar með svona lifandi ryksugu.
Góðu fréttirnar eru þær að krílína fór í mælingu og er alveg að vaxa og dafna vel.
Um kvöldið var svo foreldrafundur á ísoldarleikskóla þar kom í ljós að á leikskólanum hennar er met af menntuðum leikskólakennurum og starfið til fyrirmyndar. Svo sá ég vídeó af daglegri rútínu á furustofu deild Ísoldar. Það var gaman að vera fluga á vegg í lífi litla beinsins sjá hana leika sér, borða og sofa. Hún er sem sagt bara pluma sig vel þó hún sé yngst á nýju deildinni.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Frábært að þær pluma sig svona vel. Ég sakna íslenskra leikskóla:(
Móa sagði…
eru dönsku leikskólakennararnir að reykja og drekka tuborg? eða hvað;))))
Nafnlaus sagði…
gaman að þessu!

Arnar
hún krílína er velkomin heim til mín. ég tími ekki að kaupa mér svona robovac. þær kosta á þriðja tug þúsunda. er hægt að fá hana leigða?
Tinna Kirsuber sagði…
Dásamlegt að allt gangi svona vel :)
kalíní og ísoldíní eða krílína og ísoldína?
Móa sagði…
Ísoldíní, Kalíní og houdíní
Móa sagði…
Ísoldíní, Kalíní og houdíní

Vinsælar færslur