menning í norðurmýri

Hvað er að frétta héðan úr norðurmýri, tja ykkur er velkomið að kíkja sjálf. Við tókum niður níðþungar og stórhættulegar rimlagardínur fyrir um viku síðan og gengur ílla að fá eitthvað í staðinn. Ein af fáum breytingum sem karldýr heimilisins hefur stutt frá upphafi því gardínur eru tákngerfing firringar siðmenningarinnar(vill hann meina). Maðurinn var ekki gerður til að vera lokaður inni í felum frá öðrum(hvað þá að fela líkamann með fötum)! Niðurstaðan er að við erum nú til sýnis en ég læt ykkur um að finna út hvenær er mest krassandi að kíkja. Best er auðvitað að planta sér á göngustíginn þar er einmitt fínasta útsýni yfir svefnherbergi okkar og stofu.

Ummæli

jebb, og honum finnst líklega það sama um brunkukrem. sýnist mér héðan af steypta garðveggnum.
Móa sagði…
neib brúnkukrem er ekki alveg málið hér um slóðir.
Móa sagði…
horfi á vindinn feykja öllum síðustu laufblöðunum af trjánum fyrir utan svefnherbergisgluggann, ég verð líklega feykja spéhræðslu minni burt af sama krafti ef gardínurnar verða mikið lengur að koma sér upp;)
Unknown sagði…
Við höfum enn ekki komið okkur upp gardínum hjá okkur eftir tíu mánaða dvöl í Stokkhólmi. Erum þó með lök fyrir svefnherbergjunum svo það sér enginn inn.

Eru Pólverjarnir fluttir úr næsta húsi? Væru þeir ekki ágætis áhorfendur :-)
Móa sagði…
pólverjarnir eru fluttir og ég sakna þeirra svolítið, notalegt að heyra djen dobre þegar maður mætti þessum síbrosandi sterklegum körlum. Ætli við verðum ekki bara að kíkja í pólsku búðina.

Vinsælar færslur