fimmtudagur, 11. október 2007

ég keypti eitt stykki juðara í dag.... þið sem eruð ekki handlagnar húsmæður, eins og ég! þá er það tæki til að pússa með sandpappír á alls kyns fleti eins og eldhúsinnréttingu. Jebs, ég var í allan dag að pússa eins og "#$(/("$(/&$ og auðvitað er heimilið í rúst og ég verð að klára þetta allt pússa, mála (appelsínugult), laga til, þrífa, kenna litlufrönskukrökkunum....allt þetta áður en ég skelli mér með Tinnu minni í haustlitaferð til Glasgow. Þar munum við skoða söfn og liggja í baði! Nei grín shop til we drop verður líklega viðkvæðið;). Þetta verður verkefnið okkar í verkefnavikunni!!!
um stjórnmál verð ég að tjá mig síðar maður er ennþá að ná andanum hérna.

2 ummæli:

blaha sagði...

var að tékka á því og það eru öll moll opin á sunnudögum líka, alveg frá 10 eða 11 til 6... er soldið spennt fyrir að sjoppa, taka svo dagshlé og skella m-okkur til edinborgar og sjoppa svo meira. how about it? annars er ég komin með fjárhagsáhyggjur vegna þess að í huganum er ég búin að eyða öllum peningunum á einum degi.

Stella Soffía sagði...

Hlakka til að sjá árangurinn af juðaravinnunni. Hef oft hugsað um að slíkt verkfæri væri þarft að hafa á hverju heimili.

Góða ferð til Glasgow!