ég keypti eitt stykki juðara í dag.... þið sem eruð ekki handlagnar húsmæður, eins og ég! þá er það tæki til að pússa með sandpappír á alls kyns fleti eins og eldhúsinnréttingu. Jebs, ég var í allan dag að pússa eins og "#$(/("$(/&$ og auðvitað er heimilið í rúst og ég verð að klára þetta allt pússa, mála (appelsínugult), laga til, þrífa, kenna litlufrönskukrökkunum....allt þetta áður en ég skelli mér með Tinnu minni í haustlitaferð til Glasgow. Þar munum við skoða söfn og liggja í baði! Nei grín shop til we drop verður líklega viðkvæðið;). Þetta verður verkefnið okkar í verkefnavikunni!!!
um stjórnmál verð ég að tjá mig síðar maður er ennþá að ná andanum hérna.
um stjórnmál verð ég að tjá mig síðar maður er ennþá að ná andanum hérna.
Ummæli
Góða ferð til Glasgow!