glasgowsimi

Já ég er á lífi eftir Glasgowævintýrið þrátt fyrir snert af ofverslun. Verslaði ýmislegt en þó mest spjarir á mig og familíu já og svo auðvitað jólagjafir. En svo var líka slakað á, sofið í heilum nóttum, borðað ítalskt...ekkert svo spennt fyrir beikonvöfðum haggis og fórum líka í dagsferð til Edinborgar sem er æði(gædinn vildi meina að hún væri Aþena norðursins!)nokkrir guinnessar runu ljúflega niður sem sagt hið ágætasta mömmufrí. VIð stöllur komumst heim með herlegheitinn. Ýmislegt hafði gerst hérna heima á meðan, Karólína var veik heima alla vikuna með berkjubólgu, fékk sína þriðju tönn, fór að segja Ma ma. Ísold var fullorðnast helling og alltaf að segja okkur brandara. En allir spjöruðu sig án mín Arnar fékk góða hjálp tveggja ömma( hvernig sem fleirtalan á þeim er) og meira að segja langa og löngu.
Símanum mínum var stolið úti svo að honum var lokað í nokkra daga, en nú er ég kominn með nýjan síma en samt með sama númer en símanúmerin ykkar glötuð. Man ekki meir í bili og frekar andlaus bloggari í kvöld...;)

Ummæli

iiiiiii, djók. það var ég sem tók símann þinn. seldi hann á horninu buchanan street og argyle til að eiga fyrir síðasta skammtinum úr h&m. skal bæta fyrir þetta þegar ég er búin að kljúfa kreditreikninginn.

Vinsælar færslur