ó mig auma
Já ótrúlega hæfileikaríkir háskólanemar og norðurmýrarhúsmæður geta líka veikst... Nei ég hefði svo sem ekki trúað því heldur. En upplitið á mér (aumingjans ég í efsta veldi) var hreint út sagt ömurlegt. Lungum og lifrum var ælt og dagurinn fór í eitt allsherjarmók. Ofan á það bætist að augað mitt er bólgið og undarlegt á að líta líklega af illkynja sýklum! Annað er það að frétta að mér var bjargað frá skömm aldarinnar í fagnaði hér í bæ, þvi þó ég hafi þrábeðið nokkra gesti um að syngja með mér Purple rain eða Susie Q þá þáðist enginn boðið, úff. Hins vegar njóta litlu prinsibessurnar mínar gaulsins í mér því við höfum farið út í miklar samanburðarrannsóknir á Vísnabókinni í nokkrum útgáfum. Hver veit nema purple rain verði vögguvísan annað kvöld. Jæja ég ætla fara fá mér smá kóka kólalögg og kringlu.
Ummæli