systur


systur í bíltúr, originally uploaded by pipiogpupu.

Ísold og Karólína voru heima alla síðustu viku og skiptust á í þarsíðustu, mikið var tekið af systramyndum á því tímabili. Þegar átti síðan að taka myndir af bötnuðum systrum fyrir jólakortið, þurfti 70 tilraunir. Hvað gerðu menn á filmutímum og hvernig halda ljósmyndararnir börnunum kyrrum?
Í dag fór Ísold í sína fyrstu jólaklippingu á rakarastofuna á klapparstíg. Hún stóð sig með prýði, krullur fengu að fjúka (til að fá betri rækt í hárið) og er komin með sæta telpnaklippingu. Í dag fór Ísold í kirkju með leikskólanum svo að við fengum öll ný hlutverk, Karólína leikur jesúbarnið, Ísold er mamman, Arnar er kindin og ég er vitringur(og svo skiptum við endalaust um hlutverk). Þetta finnst kindinni okkar alveg ótrúlega skemmtilegt. Alveg heilluð af leikhúsi og við orðin heilaþveginn af abbabbabb, í því leikriti er hún auðvitað Aron Misti(neisti heitir hann víst). Annars áskotnaðist okkur nokkrar gamlar vídeóspólur úr vídeóleigunni okkar til að hressa upp á úrvalið, og nú er Poppsins(Marý Poppins) mikið uppáhald sem okkur líkar vel því það er fullkomin klassík.
Litla daman er ennþá í þann veginn að fara labba, algjör kelirófa. Þegar hún kemur á leikskólann byrjar hún að faðma fóstrurnar og svo fáum við knús þegar við sækjum hana. Yndi.

Ummæli

Maja sagði…
Þau eru svo sætir saman :)
oh, mig langar til að hitta þær.

Vinsælar færslur