alaskaöspin
Í íbúð móður minnar sem býr hinum megin við götuna bjó eitt sinn skógræktarstjóri, sá flutti inn tré eða græðlinga og eitt þeirra var alaskaösp. Í sumar voru nokkur hæðstu trén úr garðinum hennar mömmu tekin en öspin fékk að vera hins vegar rifnaði hún upp með rótum í óveðrinu á föstudagskvöldið. Ég hreinlega skil ekki hvernig þetta gat gerst. En það sem meira er að litlu munaði að hún félli inn um stofuglugga mömmu og undir honum sátu í sófa mamma og Ísold. Já það gæti virst eins og ég væri að melódramatísera atburði helgarinnar en ekki í þetta skiptið, hurð skall nærri. Ég og bróðir minn vorum að leggja lokahönd á eldhúsið mitt þegar þetta gerðist, löbbuðum fljótt til mömmu og sáum strax í rótina á trénu og risaöspina liggjandi ská yfir garðinn þannig toppgreinarnar strjúka stofuglugga mömmu. Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, ég bið að minnsta kosti ekki um fleiri ævintýri í bili þetta var tréð sem fyllti mælinn. Skógræktarstjórinn gaf öllum íbúum götunnar tré og græðlinga á sínum tíma svo að alaskaaspir má finna í fleiri görðum. Eitt tré rétt fyrir utan gluggann minn þykir mér hafa vaggað helst til of mikið í undanförnum óveðrum það er ekki nærri eins stöndugt og stóra öspin sem féll. Ógnvænleg fyrirbæri þessi óveður og tré.
Annað er það að frétta að við erum komin heim úr fríinu, eldhúsið er fagurhvítt með snotrum höldum(í stað stálgrárra klunnalegra) og darraddada ég stóðst ekki mátið og málaði einn vegg í undursamlegum lit, kallaður rose bonbon af málaranum(mér), svo bætti ég við nokkrum gylltum englum.
Annað er það að frétta að við erum komin heim úr fríinu, eldhúsið er fagurhvítt með snotrum höldum(í stað stálgrárra klunnalegra) og darraddada ég stóðst ekki mátið og málaði einn vegg í undursamlegum lit, kallaður rose bonbon af málaranum(mér), svo bætti ég við nokkrum gylltum englum.
Ummæli
Og jesús hvað mér líst vel á eldhúsið þitt rose bonbon, þvílíkur draumur, hlakka sko til að sjá:o)