móa finnur lykt af vori...


fórum enn eina ferðina á barnaspítalann í dag með skottið litla, hún er s.s. lasin. Góðu fréttirnar eru þær að hún er orðin 8.2 kíló sem er frábært því hún hefur staðið í stað svo lengi og fallið á kúrfunni. Já ég er eitthvað svo himinlifandi yfir þessu að mig langaði að segja öllum heiminum frá. Eins og sést á myndinni hér að ofan þá eru
allar þessar áhyggjur og veikindi búin að gefa mér þessa fínu bauga.
Annars fór ég frábæra kvennfélagsferð (Herðubreiðar) í sumarbústað þar var margt brallað en um það má auðvitað ekki spjalla hér á alvefnum. Arnar sá um börn og bú á meðan auðvitað með prýði. Ísold er voða mikið í ástarjátningunum þessa daganna, tók á móti litlu systur með þessum orðum í dag "Ég elska þig Karólína mín" og smellti á hana kossi. Við mig sagði hún þegar ég tók Karólínu úr skónum " sko, dugleg varstu, ég elska þig mamma" og fyrir svefninn sagði hún "mamma, pabbi og karólína elska ísold heitt"...sem sagt með jákvæða hvatningu og tilfinningahitann alveg á tæru. Í dag fann ég fyrir vorinu í fyrsta sinn og það var yndislegt.

Ummæli

Tinna Kirsuber sagði…
Æj mikið vildi ég að ég hefði mátt koma með. Mér finnst svo leiðinlegt þessa dagana.

Gott að krílið er að þyngjast. Við eigum það sameiginlegt... Vonandi fer hún þá líka að hressast.
Nafnlaus sagði…
En gaman að heyra hve Ísold er yndisleg í ástarjátningunum. Það er langt síðan ég hef orðið eins glöð og þegar ég heyrði í gær hve mikið Karólína hefur þyngst.
Já nú er sko tími til kominn að fá vor, horlaust, og losna við þessa bauga!!!! Ástarkveðja amma Bryndís
Móa sagði…
Tinna,Við vissum náttúrulega ekkert að þú hefðir áhuga en komdu bara næst:)
og takk Bryndís, þetta er allt að koma hjá okkur :)
Nafnlaus sagði…
takk fyrir síðast, við áttum von á að heyra tónlist og sjá dans en það fór framhjá okkur en allavega til hamingju með þyngdaraukningu Karólínu og ástarjátningar Ísoldar- fallegar stúlkur sem þið eigið. Ég væri sömuleiðis til í svona exótíska ferð, þarf maður að sækja um? Sjáumst, Ilmur.

Vinsælar færslur