sweet sixteen og mótmæli


Afmælisbarnið með frumburðinn minn og aðdáenda.

Það hefur skapast sú hefð á þessu lítilmótlega bloggi mínu að rita nokkur orð á þessum degi. Í dag á litli bróðir minn afmæli og er orðin heil 16 ára. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær sem ég sá svarthærðan dreng nýfæddan, þá var ég einmitt 16 ára reyndar að verða sautján og hafði óskað eftir systkini frá því ég mundi eftir mér. Og litli prinsinn brást ekki vonum mínum(sem roðnar niður í tær ef hann les þetta) og hefur svo sannarlega orðið að ungum myndarlegum manni. Það verður að segjast eins og er að ég er ákaflega stolt af bróður mínum og af því að eiga hann að.
Við höfum mótmælt eins og við höfum getað undanfarna viku sem reyndar endaði með því að mér sló niður og hef legið í kvefi mest alla helgina. Arnar komst á forsíðu moggans þar sem hann sést hlaupa undan táragasi...undarlegir tímar.

Ég verð að segja að mér finnst þessi mótmæli/bylting kraftaverki líkast, að íslendingar standi loks upp og segi eitthvað láti í sér heyra finnst mér magnað.(vön þessum örfáu hræðum á 1. mai og minimótmælum) Með þessu er ég engan veginn að segja að ég styðji ofbeldið sem átti sér stað af beggja hálfu, ég er algerlega á móti því. En þau voru hins vegar miklu fleiri sem mættu og mótmæltu með pottaglamri og lófaklappi.

Nú er bara spurning hvað verður, einhvern veginn finnst mér allir þessir stjórnmálamenn vera órafjarri okkur venjulega fólkinu, hvað þá auðmennirnir og stjórnendur bankanna sem hafa gamblað með framtíð unga fólksins og barna okkar eins um væri að ræða spilapeninga. Sum sé Vanhæf ríkisstjórn!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Flott mynd....og satt er þetta .Tíminn flýgur en þetta eru tímamót í okkar lífi og þjóðarinnar.
amma Rós

Vinsælar færslur