með fyrstu haustlægðinni

fýkur laufskrúðið af trjánum og þekur gangstéttarnar eins og litríkt teppi. Ég held það sé hreinlega sannleikurinn en norðurmýrin er fegurst á haustin, hívaðir spörfuglar, reyniber og þytur í laufi--eitt ljúfasta hljóð sem hægt er að hlusta á eins og verið sé að strjúka á manni eyrun. Auðvitað verð ég svo einhvern tíman að taka þvottinn af snúrunum áður hann fýkur út í veður og vetur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Haustin eru jú falleg en.... ég vil hafa logn, bjart, helst sól og passlega heitt! Amma Bryndís
Móa sagði…
þá er los angeles líklega draumahverfið þitt:)

Vinsælar færslur