með fyrstu haustlægðinni
fýkur laufskrúðið af trjánum og þekur gangstéttarnar eins og litríkt teppi. Ég held það sé hreinlega sannleikurinn en norðurmýrin er fegurst á haustin, hívaðir spörfuglar, reyniber og þytur í laufi--eitt ljúfasta hljóð sem hægt er að hlusta á eins og verið sé að strjúka á manni eyrun. Auðvitað verð ég svo einhvern tíman að taka þvottinn af snúrunum áður hann fýkur út í veður og vetur.
Ummæli