útboð-foreldrastarf í einn mánuð, desember nánar tiltekið!

Sko ég er eitt mesta afmælisbarn sem ég þekki og ég elska að halda upp á afmæli mitt. En nú er mér um og ó, ég er ekki kona sem er að kvíða hlutunum langt fram í tímann...en í ljósi þess að nú eru börnin mín komin á afmælisboðaaldurinn er ég strax farin að kvíða desember. Eins og ég hafi ekki nóg að gera í þessari blessuðu mastersritgerð en þá þurfum við að halda að öllum líkindum tvö leikskólaafmæli og eitt í viðbótar og já svo koma jólin þarna inn á milli. Viðurkenni að ég væri gjarnan til í að bjóða út þennan blessaða mánuð út-ég skil ekkert í því að við höfum valið okkur svona fáránlegan fengitíma, Men! Já svo eru auðvitað allir að halda þessi líka fullkomnu leikskólaafmæli...með leikjum! 'Eg kann enga leiki-hvernig höndlar maður upp undir 10 börn í dótarísaðþrengdu íbúðinni okkar í mýrinni...
Já og stelpurnar, vetrardrottningarnar mínar geta varla beðið og tala um lítið annað!

Ummæli

ég skal hjálpa þér, við gúgglum leiki og þú getur borgað vöku og önnu líf fyrir að hafa ofan af fyrir börnunum inni í herbergi stelpnanna.
Móa sagði…
takk, við þurfum líklega alla hjálp sem býðst...ekki það ég sjái allt þetta fólk komast inn til okkar:)!
Sólveig sagði…
Ég verð með eplaskívur að vanda ef þess er óskað:)

... er strax farin að hlakka til.. jólailmur, jólaglögg og barnaafmæli:)
Móa sagði…
ohh takk--ég elska guðdómlegu eplaskívurnar:)

Vinsælar færslur