mánudagur, 15. nóvember 2010

latur og kaldur buffall

samkvæmt indveskri stjörnuspeki (sem indverjar nefna stjörnufræði-svo hávísindalegt er þetta) er ég mjög svo iðin, hugmyndarík, skapandi! þeir vilja líka meina að ég hafi ríka kímnigáfu og andagift svo ekki sé nú minnst á skarpa greind og færni til mannlegra samskipta (hef samt alltaf talið mig vera enn betri í dýrslegum samskiptum)-aðalsmerki mitt er samt  hversu iðin og dugleg ég er, framtaksöm og hugvitsöm... Enda er ég Buffall (skv. indverskum stjörnuspekingi). Umræddum buffal er kalt þessa daganna.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En Móa - hvað er ég skv Indverjunum?
Stella

Nafnlaus sagði...

En dásamlegt útlit á nýja blogginu kæri bufall.
Þura

epísk fjölskyldusaga sagði...

þú verður að spyrja stjörnuspeking, Stella. þetta þarfnast mjög mikillra útreikninga á stjörnuafstöðu á þeirri stundu sem þú komst í heiminn og dýrin eru í pörum, það er t.d. hægt að vera hestur eða meri-ég spurði reyndar ekki hvort ég væri buffall eða buffalína!
Takk, Þura:)

Sólveig sagði...

Fallegt að lesa um afdrif litla tittlings hér í færslunni á undan. Hann hefur átt góða lokastund í faðmi fjölskyldunnar... þökk sé þér endurfæðist hann kannski sem gæludýr:)

Nafnlaus sagði...

en skemmtilegt Móa.

Dugleg stelpa!

kv. Ilmur