Mafalda og heimurinn

Mafalda var uppáhaldsteiknimyndahetjan mín þegar ég var barn og sú sem ég samsamaði mig mest við. Hún er ekki beinlínis nein hetja en hún hafði miklar áhyggjur af gangi mála í heiminum, heimsfriði, hrædd við heimsenda, pólitísk þenkjandi og fann til ábyrgðar gagnvart þeim ílla stöddu í heiminum-auk þess er hún kjáni og ofurdramatísk! Nú er ég fullorðin og loka helst til oft fyrir hörmungum heimsins, hugsa voða lítið um heimsenda og forðast pólitík eins og gjósandi eldfjall--Hins vegar er litla stelpan mín sem er nýlega farin að lesa og skrifa farin að spyrja mig margra spurninga á dag sem varðar líf, dauða, heimsenda í maföldustílnum! Það er ágætt að manni sé haldið við efnið.

Ummæli

Hún er voða glaðleg þrátt fyrir allar áhyggjurnar. Varst þú líka svona glöð þegar þú varst að hugsa um hvenær og hvernig heimurinn myndi farast?
Móa sagði…
hún er ekki alltaf eins á svipinn kjáni...
Nafnlaus sagði…
Já, þetta er falleg færsla. En mér verður hugsað til hetjunnar minnar. Svalur helst, nú eða þá Lói, Köngulóarmaðurinn

Arnar
Nafnlaus sagði…
Hey, Móa, yea great . Cartoons rock!, they helped me thru some bad shit!

M. Kozelek.
Edilonian sagði…
ertekki ennþá soldill kjáni og ofurdramatísk??;-p
Make overið flott;-)
Móa sagði…
jú thats mí-dankesjön:)
Móa sagði…
thank you Mark, im a great! youre icelandic is very good:)

Vinsælar færslur