Mafalda og heimurinn
Mafalda var uppáhaldsteiknimyndahetjan mín þegar ég var barn og sú sem ég samsamaði mig mest við. Hún er ekki beinlínis nein hetja en hún hafði miklar áhyggjur af gangi mála í heiminum, heimsfriði, hrædd við heimsenda, pólitísk þenkjandi og fann til ábyrgðar gagnvart þeim ílla stöddu í heiminum-auk þess er hún kjáni og ofurdramatísk! Nú er ég fullorðin og loka helst til oft fyrir hörmungum heimsins, hugsa voða lítið um heimsenda og forðast pólitík eins og gjósandi eldfjall--Hins vegar er litla stelpan mín sem er nýlega farin að lesa og skrifa farin að spyrja mig margra spurninga á dag sem varðar líf, dauða, heimsenda í maföldustílnum! Það er ágætt að manni sé haldið við efnið.
Ummæli
Arnar
M. Kozelek.
Make overið flott;-)