Síðustu dagar auðnutittlingsins Þrösts

Ísold bjó til snjókall laugardag síðastliðinn út í garði með hjálp pabba síns sem fann lítinn slasaðan fugl-við tókum hann inn gáfum honum af matnum hennar Stínu og vatn! Litla greyið var fremur veiklulegt og mín kenning var sú að hér væri að ræða þrastarunga en í partíi kvöldsins fengu gestir að líta til hans í skókassann og kom í ljós að hann Þröstur litli væri auðnutittlingur, eftir nokkura daga samveru var ég svo orðin sannfærð um að hann væri ungur auðnutittlingur og hann væri jafnvel bara nýskriðinn úr hreiðri sínu. Ástandið á honum var ekki gott, með slasaðar lappir og væng, fyrst um sinn lá hann sem mest á bakinu. Flestir voru á því að ég ætti að snúa greyið úr hálslið en ég gat engan veginn fengið sjálfa mig í slíkt voðaverk-hann nærðist og drakk vatn sem mér fannst næg ástæða til að halda honum heima-húsdýragarðurinn vildi ekkert með hann hafa og stakk upp á því ég færi með hann til dýralæknis sem myndi aflífa hann. Hvort við værum með þessu að viðhalda þjáningum hans eða bjarga honum frá einmannalegum dauða í frosti og byl í Norðurmýri verður að liggja á milli hluta...Hins vegar varð hann fljótt gæfur, stelpurnar gátu strokið honum án þess að hann kippti sér við og hann horfði afskaplega blítt á okkur(virtist í raun mun gæfari en gæludýrið okkar hún Stína!).  En svo gerðist hið óumflýjanlega Þröstur litli auðnutittlingur dó í skókassanum og við fjölskyldan jörðuðum hann við reynitréð þar sem hann féll úr--Úti í garði stóðum við fjögur í fimbulkulda og sungum sofðu unga ástin mín (líklega fáránleg sjón jafnvel svolítið Bergmanísk!)--En þetta er víst gangur lífsins myndi amma mín í skjólinu segja!

Ummæli

Við Ránargötu-fjölskyldan samhryggjumst ykkur innilega.
Móa sagði…
kærar þakkir!

Vinsælar færslur