fimmtudagur, 16. desember 2010

strætóeltingur

Ísold tók þátt í því að skreyta strætó fyrir jólin með leikskólanum sínum-Sólborg. Það er hægt að finna myndina hennar á heimasíðu strætó og svo auðvitað á strætó-Ísold og hennar félagar skreyttu strætó 166- nú ætla ég að fara keyra um alla borg og sjá þennan óendanlega fagra strætó. Annars sagði  ég stelpunum mínum frá því þegar ég var sótt af kópavogsstrætó á stelluróló einu sinni-þær voru impóneraðar svo ekki sé meira sagt. Hvort það var Ikarusinn eða Leylandinn veit ég ekki en mikið var nú kópavogsstrætó alltaf flottur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefur aldeilis verið "aðal manneskjan" þá á meðal hinna! bh

epísk fjölskyldusaga sagði...

já svei mér þá lifði á því í nokkur sumur:)
sástu myndina hennar Ísoldar?