Haltu þér fast!

Hér á fróni er alltaf eitthvað veður og svo þegar það er hræðilega vont veður köllum við það óveður. Á ekki-veðursdögum gerist svolítið séríslenskt. Skyndilega er eins og jörðin undir manni sé ekkert sérlega traust, vindhviðurnar slíkar að maður þarf að halda sér fast og það í sjálfan sig. Í útvarpinu í vikunni var talað um að það hefði verið tvöfaldur fellibylshraði á hviðum í einhverjum firðinum! Hér þykir þetta varla tiltökumál, sjaldan talað um fellibyli...mest varað við hlutir fjúki og geri óskunda. Við vini og ættingja segir maður haltu þér fast, en það sagði vinkona mín einmitt við mig í þann mund sem hún flaug á hús og ég reyndi eftir fremsta megna að halda mér fastri á íslenskri grundu með því að halda í sjálfa mig. Þetta er auðvitað stórkostlega merkilegt orðatiltæki og á þeim örfáu tungum öðrum sem ég þekki til er aldrei talað um þetta-maður heldur sér í eitthvað í mesta lagi. Eftir að hafa búið hér þriðjung úr ævi hef ég séð margt takast á flug annað en flugvélar, eitt sinn sá ég stöðumælavörð fljúga upp í loft og pompa svo niður en þá reyndar vegna hálku og með engri pragt, börn, eldri konu og marga fleiri. Vona að ég takist á meira andlegt flug á þessu nýja ári og  ætlunin að blogga sem aldrei fyrr!!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég tókst á loft einu sinni fyrir utan vinnustaðinn minn. Hræðileg tilfinning. Ég hefði lítið grætt á því að "halda mér fast" nema ef ég hefði haldið mér fast í eitthvað!!!
bh
Heiða sagði…
ég hef oft þurft að halda mér í ljósastaura á vindsömum dögum...
Móa sagði…
Nei, ég skil einmitt ekki þetta orðatiltæki-erfitt að halda sér fast í sjálfa sig;)En það er svo sannarlega ævintýralegt að búa hér hér í þessu roklandi!

Vinsælar færslur