Í sinnepsveröld
Í miðbænum
Bakgarðurinn
við endan á canalnum
Craiglockhart-grunnskólinn
Pipiogpupu er jú komin yfir atlantsálar eða til Skotlands. Ekki að hún væri
neitt ósátt við hina undurfögru norðurmýri, ónei. Eftir tveggja mánaða pakkningartörn( því pipiogpupu getur ekki átt lítið dót
eins og fólk ætti að eiga ef það flytur mikið) flaug hún út ásamt fylgifiskum
stórum og smáum með innan við 100 kílógramma farangur til Edinborgarfjarðar.
Leigubílaferðin sem slík var ekkert ævintýraleg...eiginlega ósköp venjuleg.
Þegar komið var inn í borgina blöstu húsaraðir við, velflest úr múrsteinum eins og
ungviðið athugaði og með mörgum skorsteinum á hverju húsi. Landslagið líkist því
mjög heimili Vöndu og Mary poppins. Inn úr leigubílnum komum við beint inn í
framtíðarheimilið okkar þar sem tók við okkur leigusalinn og gekk það allt
saman að óskum þannig að hér sit ég í íbúðinni sem er ósköp fín, með húsgögnum.
Eitt vakti athygli mína hér fyrst um sinn, íbúðin er öll máluð í sinnepslitrófi
frá gulu dönsku yfir í franskt dijon...afskaplega huggulegt. Það er hátt til lofts og baðherbergið er himinblátt :) P.s. hér er svefnsófi!
Svör við þeim fjölspurðu spurningum sem ritstjóri fékk áður
en hún fór af landi brott: Já við erum flutt til Edinborgar, Edinborg er ekki í Þýskalandi, Nei Arnar fór ekki að nema Sítarleik í Egyptalandi (heyrt á seltjarnanesi) Nei ég veit ekki
hvað lengi og já við tókum ekkert sérlega mikið dót með okkur! og já ég er ættuð ofan af Snæfellsnesi og finnst
jarðaberjasjeik bestur.
Ummæli