Skye -Skæslegt
Old man of Storr heitir tröllið þarna uppá fjallinu við gistum hinum megin við sum sé á norðuhluta eyjunnar |
Stelpurnar tvær vanar keyrslum til Akureyrar og Ólafsfjarðar voru furðu þolinmóðar þó stundum væri hnakkrifist, legið í hláturskasti og auðvitað þráspurt "hvenær komum við?". Við foreldrarnir heyrðum allt í einu hversu mikið þeim hefur farið fram í tungumálinu...og það sem meira er þær æfa sig á hvor annari (sem ég hafði ekki séð fyrir)..þannig eftir tveggja mánaða skólagöngu í Skotlandi geta þær sagt að mér finnst furðu mikið og skilja ennþá meira (við getum ekki lengur talað á ensku við hvort annað um leyndó). ég er ekki að gera mér grein fyrir hvernig tungumálið er að síast inn í þær en það er að síast með hreim og öllu, þannig segja þær Tu(2) en ekki tú(2) eins og ég segi og t.d. misskildu þær Isle of Skye sem I love skye en sögðu það samt með fullkomnum hreim.
Þegar við komum loks til skæ var orðið dimmt svo við sáum lítið sem ekkert og vissum varla á hverju við ættum von á. Ég var búin að lesa að nafnið skye, kæmi úr norrænu og vísaði í skýin sem umlykju oft cuillin fjallgarðinn sem er á syðri hluta eyjunnar. Veðurkonan og fleiri voru búin að mæra eyjunna út í eitt. Og jú í stuttu máli Sky er Skæsleg:)
En það sem vakti kannski hvað mesta furðu okkar þarna var hegðun dýra..
Fyrsta sjón okkar á laugardagsmorgni voru Svín og gylta að gera það á já hvað skal segja sinn einstaka svínslega hátt...Okkur varð starsýnt á þetta og þegar stelpurnar fóru eðlilega að spyrja hvað svínin væru nú að gera...þá fór Arnar að útskýra á sinn einstaka hátt hvernig skepnur búa til börn. Það þarf kannski ekki að koma á óvart en hann sér algerlega um þessa upplýsingagjöf (á meðan rannsóknir benda til að það sé yfirleitt móðirin sem sér um þennan þátt) Þegar við fórum svo í Þjóðminjasafnið í Edinborg hér um daginn er heil útstilling af dýrum að búa til börn...þá voru mín börn auðvitað alveg með á nótunum "mamma, sjáðu þau eru að búa til börn eins og svínin".
Hins vegar voru kindurnar á skye mun furðulegri (það er víst ekkert óeðlilegt við það að fjölga sér...og þurfa svínin öruglega að hafa sig alla við miðað við beikonneyslu skota ....), þær eru þarna út um allt og helst á miðjum einbreiðum vegunum...ekki séns að þær færi sig og þurfti Arnar oftar en ekki að finna leið einhvern veginn í kringum þær..ein kindin beið þarna í strætóskýli og mesta furða að þær væru ekki í einum af fjölmörgu rauðu símaklefunum á víð og dreif um afskekkta eyjunna...
Ummæli